spot_img
HomeFréttir5. sæti: Breiðablik - IE kvenna

5. sæti: Breiðablik – IE kvenna

01:59

{mosimage}
(Freyja F. Sigurjónsdóttir í leik gegn KR í fyrra)

Spekingar Körfunnar.is spá því að Blikastúlkur endi í 5. sæti í Iceland Express-deild kvenna en þær lentu einmitt í því sæti í fyrra. Breiðablik kemur með þó nokkuð breytt lið til leiks ásamt nýjum þjálfara Magnúsi Guðfinnssyni.
Magnús tekur við liðinu af dananum Thomas Fjoldberg sem tók við SISU í heimalandinu. Alls hafa 8 leikmenn gengið til lið við þær en aftur á móti hefur liðið misst 4 leikmenn frá því í fyrra. Þær hafa fengið erlendu leikmennina Tiara Harris og Vanja Pericin en hún lék með KR í fyrra. Einnig hafa þær Dóra Björk Þrándardóttir, Telma Björk Fjalarsdóttir, Sonja Margrét Ólafsdóttir, Ingibjörg Skúlasdóttir, Ragnheiður Georgsdóttir og Gunnhildur Theodórsdóttir gengið til liðs við Breiðablik.

{mosimage}
(Nýr þjálfari Breiðabliks, Magnús Guðfinnsson)

Meagan Hoffman, Erica Anderson, Hrefna Stefánsdóttir og Þóra Árnadóttir hafa yfirgefið félagið.

Karfan.is telur að ef Breiðablik ætli að blanda sér í baráttuna um 4. sætið í deildinni verði þær að spila vel fram að áramótum og ná nokkrum sigrum á ÍS. En líklegt er að Stúdínur bæti við sig erlendum leikmanni eftir áramót. Í spjalli við Karfan.is sagði Magnús þjálfari að liðið stefndi á 4. sætið í deildinni.

Breiðabliksliðið er skemmtilega samsett af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt nokkrum eldri. Ein efnilegasta stúlka landsins, Ingibjörg Skúladóttir, gæti orðið einn besti leikmaður liðsins en hún kom frá Haukum þar sem hún varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili þar sem hún vakti töluverða athygli fyrir góðan leik. Freyja F. Sigurjónsdóttir var stigahæst í fyrra meðal þeirra Blika sem eru ennþá í liðinu en hún skoraði 6.2 stig.

Ef erlendu leikmenn liðsins standi sig vel í vetur og þá sérstaklega Tiara Harris mun Breiðablik gera harða atlögu að 4. sætinu í deildinni.

Leikmannahópurinn:
Agnes Björk Hauksdóttir
Bryndís Bragadóttir
Dóra Björk Þrándardóttir
Freyja F. Sigurjónsdóttir
Gunnhildur Theódórsdóttir
Heiðrún Ösp Hauksdóttir
Ingibjörg Skúladóttir
Ragnheiður Georgsdóttir
Ragnheiður Theodórsdóttir
Sara Dögg Ólafsdóttir
Sonja Margrét Ólafsdóttir
Telma Björk Fjalarsdóttir
Tiara Harris
Vanja Pericin

Karfan.is spáir Breiðablik 5. sætinu en ef þær ætla sér meira verða þær að spila vel fram að áramótum og verja heimavöllinn. myndir: Nonni@karfan.is og Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -