Á mánudag síðastliðin voru 30 ár frá því að hið ódauðlega einvígi Magic Johnson og Larry Bird varð að veruleika í NBA deildinni. Lakers vann þessa fyrstu viðureign en þær áttu eftir að verða fleiri.
Magic og Bird voru einskonar tákn körfuboltans á árunum 1980 þar til þeir hættu að leika. Þrátt fyrir að ólíkari spilara væri varla hægt að finna á vellinum voru þeir í sama leiðtoga hlutverki hjá sínum liðum. Magic var þekktur fyrir eljusemi sína en fyrst og fremst stjórnaði hann leik Lakers af mikilli festu og svo auðvitað "no look" sendingar hans sem yljaði Lakers aðdáendum.
Bird var frekar þekktur fyrir kænsku sína á vellinum og sýndi kappinn fram á það að þú þarft ekkert að hoppa hátt né hlaupa hratt til að verð einn af þeim bestu. Margir af þeim leikmönnum sem léku með Celtics á sama tíma og Bird getað líkast til þakkað kappanum sinn feril þar sem hann gerði alla í kringum sig betri leikmenn á einhvern undraverðan hátt.
Á Karfan TV er hægt að skoða myndband frá þessum fyrsta leik á milli þeirra í NBA deildinni.