spot_img
HomeÚti í heimiEvrópa21 stig, 5 fráköst og 12 stoðsendingar komu Elvari Már aftur í...

21 stig, 5 fráköst og 12 stoðsendingar komu Elvari Már aftur í lið vikunnar í Litháen

Elvar Már Friðriksson var í annað skiptið það sem af er tímabili valinn í lið vikunnar í LKL deildinni í Litháen.

Valið kemur eftir enn eina magnaða frammistöðu Elvars, en hann er ofarlega á lista í helstu tölfræðiþáttum deildarinnar það sem af er tímabili. Nú síðast var hann stigahæstur með 21 stig er Siauliai vann sinn fyrsta leik í vetur gegn Neptunas. Við það bætti hann svo við 5 fráköstum og hvorki fleiri né færri en 12 stoðsendingum.

Fréttir
- Auglýsing -