Elvar Már Friðriksson og félagar í Siauliai lögðu í kvöld lið Neptunas í LKL deildinni í Litháen, 93-88. Leikurinn sá fyrsti sem þeir vinna í vetur, en liðið er sem áður í 10. sæti deildarinnar með einn sigur úr fyrstu átta umferðunum.

Að venju var Elvar atkvæðamikill fyrir sína menn í leiknum. Á tæpum 36 mínútum spiluðum skilaði hann 21 stigi, 5 fráköstum og 12 stoðsendingum.

Tölfræði leiks