spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla20 spurningar – Larry Thomas (Þór)

20 spurningar – Larry Thomas (Þór)

Hinn bandaríski Larry Thomas kom fyrst til Íslands fyrir 2017-18 tímabilið og gekk til liðs við Hamar í Hveragerði. Í þrjú tímabil lék hann með þremur liðum í fyrstu deildinni, Hamri, síðan Þór Akureyri og síðast Breiðablik.

Fyrir þetta tímabil gekk hann svo til liðs við Þór í Dominos deildinni. Það sem af er tímabili hefur hann skilað flottu verki. Í 16 leikjum er hann með 22 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik, en liðið er sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Stjarnan.

Karfan lagði fyrir hann 20 spurningar.

Full nafn: Larry Thomas

Gælunafn: LT, fjölskyldan kallar mig stundum Tre

Aldur: 27

Fæðingarstaður: New Orleans, Louisiana

New Orleans er meðal annars þekkt fyrir Mardi Gras hátíðarhöld

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Í viðskiptum eða einhverju skapandi

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Lemon

Hvaða lið styður þú? NBA, New Orleans Pelicans og Golden State Warriors. NFL, New Orleans Saints. Háskólaboltinn, LSU (Louisiana State University)

Besti körfuboltamaður allra tíma? Bestur, LeBron James. Uppáhalds, Kobe Bryant, Chris Paul og Steph Curry.

Hvers saknar þú að heiman? Fjölskyldunnar

Uppáhalds tónlistarmaður? Lil Wayne, J.Cole, Drake, Rod Wave, svo einhverjir séu nefndir

Home Alone 3 (1997)

Uppáhalds bíómynd? Á í raun enga uppáhalds, en ef það er sú sem ég hef oftast horft á, þá er það Home Alone 3.

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Ryan Harrow, í gagnfræðaskóla.

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Dabbi Kóngur, sem oftar en ekki er hjartað í liðinu og AD (Adomas) hann er elstur og þá þarf leikstjórnandi alltaf stóran mann með sér.

Dabbi Kóngur, hjartað í Þórsliðinu

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Ég tala mjög góða spænsku og teikna mjög vel.

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Margir leikir sem koma til greina. Sá sem stendur uppúr er þó leikur þar sem ég setti sigurþrist fyrir sigri gegn grannaskóla, sem kom okkur í Marsfárið.

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Ég myndi segja Everage Lee Richardson úr ÍR. Við höfum spilað á móti hvorum öðrum nokkur tímabil í fyrstu deildinni og verið bestu leikmenn deildarinnar. Væri mjög áhugavert að vera með honum í liði, þar sem við ættum að þekkja styrkleika og veikleika hvors annars. Líka, körfuboltalega séð, þá er hann eldri og með meiri reynslu, hefur verið sigursæll og gæti vafalaust veitt mér betri innsýn. Gæti mögulega kennt honum einn eða tvo hluti líka, haha, ekkert nema virðing.

Larry vill fá Everage í Þorlákshöfn

Uppáhalds staður á Íslandi? Hægri eða vinstri helmingur körfuboltavalla, eða vel falinn foss, þar sem ekki er of mikið af ferðamönnum.

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Hversu mikið hann vex og breytist ár frá ári.

Hvar ert þú eftir 5 ár? Vonandi ennþá að spila. Ef ekki, þá vafalaust eitthvað í kringum körfubolta. Ég skipulegg framtíðina ekki of mikið. Reyni sem mest að fljóta með og nýta tækifærin þegar þau bjóðast.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Sé ekki eftir neinu, allt gerist fyrir ástæðu, hvort sem við ráðum fram úr hlutunum eða ekki. Það mikilvægasta sem ég hef lært hingað til er að tíminn bíður ekki eftir neinum og að enginn skuldar mér neitt.

Fréttir
- Auglýsing -