spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla20 spurningar - Brian Fitzpatrick (Haukar)

20 spurningar – Brian Fitzpatrick (Haukar)

Bandaríski og írski miðherjinn Brian Edward Fitzpatrick gekk til liðs við Hauka í Hafnarfirði nú í janúar. Það var áður en að Dominos deildin var sett aftur af stað eftir margra mánaða hlé á keppni vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Haukum kannski ekki gengið sem skyldi það sem af er síðan, en þeir heyja nú mikla baráttu fyrir sæti sínu í deildinni. Lítið er hinsvegar upp á Fitzpatrick að klaga, sem skilað hefur 15 stigum, 10 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í þeim 15 leikjum sem hann hefur leikið fyrir félagið.

Karfan lagði fyrir hann 20 spurningar.

Full nafn: Brian Edward Fitzpatrick

Gælunafn: Fitz eða Tank

Aldur: 31. árs, 6. Nóv 1989

Fæðingarstaður: Bethpage, New York

Besta vatn New York er í Bethpage

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Kennari eða í viðskiptum

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Kænan, hádegismatur, samt ekki skyndibiti

Brian í leik með Bucknell

Hvaða lið styður þú? New York liðin, Mets, Knicks, Giants. Háskólaliðið mitt líka, Bucknell

Besti körfuboltamaður allra tíma? LeBron

LeBron James

Hvers saknar þú að heiman? Fjölskyldunnar

Uppáhalds tónlistarmaður? Dermot Kennedy

Uppáhalds bíómynd? Erfitt að velja eina, segjum Forgetting Sarah Marshall, vanmetin gamanræma

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? CJ McCollum

CJ McCollum leikmaður Portland Trail Blazers

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Nimrod Hillard og Skyler Bowlin. Tveir leikmenn sem ég lék með í meistaraliðum í Danmörku. Frábærir leikmenn, frábærir leiðtogar og frábærir leikstjórnendur. Lék einnig með Nimrod í Svíþjóð.

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Ég er elsta systkinið af sex

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna í Danmörku 2015 þegar við lékum gegn stórliði Bakken Bears.

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Leikstjórnandinn úr Keflavík, Hörður, hann er sannur leikstjórnandi. Gefur frábærar sendingar og sem stór maður, myndi hann auðvelda mér leikinn.

Væri til í að fá Hörð í Hafnarfjörðinn

Uppáhalds staður á Íslandi? Fór í náttúrulaugarnar í Reykjadal í vikunni, það var stórkostlegt

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Hversu jöfn deildin er

Hvar ert þú eftir 5 ár? Alls ekki viss. Eitthvað í kringum körfubolta. Væri gott að geta ennþá verið að spila, en ef ekki, þá verð ég að þjálfa í háskóla eða á miðskóla stiginu.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki náð að gera betur úr því þegar ég var á samning í efstu deild í Japan. Lenti í meiðslum og ólukku, sem ég hefði svosem sjálfur geta komið í veg fyrir ef ég hefði undirbúið mig betur.

Fréttir
- Auglýsing -