spot_img
HomeFréttir2. deild kvenna fór af stað á helginni

2. deild kvenna fór af stað á helginni

Fyrstu leikirnir í 2. deild kvenna á tímabilinu voru spilaðir í gær en 13 lið taka þátt í ár. Á síðasta tímabili voru 6 lið í deildinni og hefur því fjöldi liða meira en tvöfaldast.

Liðunum er skipt í tvo riðla og er spilað í túrneringum. Hver leikur er 4 sinnum 8 mínútur með gangandi klukku sem er þó stöðvuð við vítaskot. Riðill A1 lék fyrstu leikina á Hvammstanga á meðan riðill A2 var leikinn á Ásvöllum.

Fyrsti lið Hattar í meistaraflokki kvenna. Mynd: Facebook síða Hattar.

Meðal liða má nefna að Höttur frá Egilsstöðum tefldi fram liði í fyrsta skipti í sögu sinni í meistaraflokki kvenna. Hrunamenn tefldi svo fram kvennaliði í fyrsta sinn síðan 2007-2008 tímabilið og í sama riðli mátti sjá lið Harðar frá Patreksfirði.

Lið Hrunamanna í meistaraflokki kvenna. Mynd: Facebooksíða Hrunamanna.

Margar gamlar kempur sýndu listir sínar á parketinu en meðal leikmanna var fjórfaldur varnarmaður ársins í Úrvalsdeild kvenna, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, sem spilar fyrir Kormák.

Úrslit

Riðill A2
Höttur – Stjarnan-b2: 22-59
Stjarnan-b1 – Tindastóll-b: 43-18
Höttur – Snæfell-b: 13-44
Stjarnan-b2 – Kormákur: 34-22
Snæfell-b – Stjarnan-b1: 33-50
Kormákur – Tindastóll-b: 40-14

Riðill A2
Haukar-b – Skallagrímur-b: 22-24
Njarðvík-b – Hrunamenn: 29-25
Sindri – Haukar-b: 25-51
Hörður – Njarðvík-b: 38-42
Hrunamenn – Njarðvík-c: 25-32
Skallagrímur-b – Sindri: 48-26
Njardvik-c – Hörður: 42-28

Staðan í deildinni

Myndasöfn

Fréttir
- Auglýsing -