Undir 16 ára lið stúlkna keppir þessa dagana á Evrópumóti í Makedóníu. Í morgun tapaði liðið sínum síðasta leik í riðlakeppninni fyrir Ísrael, 48-63.
Ísrael byrjaði leik dagsins betur, leiddi með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta 9-15. Þegar í hálfleik var komið höfðu þær bætt 9 stigum við þá forystu og fóru því með 15 stiga mun til búningsherbergja í hálfleik, 21-36.
Í seinni hálfleiknum jókst þessi forysta þeirra svo enn frekar. Eftir þrjá leikhluta var munurinn kominn í 20 stig, 36-56. Eftirleikurinn kannski frekar auðveldur fyrir Ísrael, en Ísland sigraði þó lokafjórðunginn með 5 stigum, 12-7. Að lokum fór því svo að Ísrael sigraði leikinn með 15 stigum, 48-63.
Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ásta Grímsdóttir með 18 stig, 24 fráköst, 2 stoðsendingar og 4 varin skot.
Næst mun liðið leika um sæti á mótinu, en ekki er komið í ljós hvða andstæðingur það verður.
Hérna er leikur dagsins: