spot_img
HomeFréttir18 ár frá fráfalli Örlygs

18 ár frá fráfalli Örlygs

 

Í dag eru heil 18 ár liðin frá því að Örlygur Aron Sturluson féll frá af slysförum í Njarðvíkunum.  Örlyg þekkja líkast til allir stuðningsmenn körfuknattleiks á Íslandi en fyrir hina þá var Örlygur bakvörður úr Njarðvíkunum sem hafði náð ansi langt í íþróttinni þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur.  Heimilidarmynd Garðars Arnars Arnarsonar "Ölli" var svo gerð og frumsýnd haustið 2013 og er þar um að ræða verk sem ætti að vera til á hverju heimili.  Í kjölfarið var svo Minningarsjóður Ölla sem styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagstöðu foreldra eða umsjónamanna. 

 

Guðmundur Björn Þorbjörnsson er líkast til nafn sem ekki svo ýkja margir þekkja en hann er höfundur þáttanna Markmannshanskarnir hans Albert Camus sem eru á Podcasti á netinu og spilaðir á RÚV.  Óhætt er að segja að þessir þættir eru mjög svo áhugaverðir og skemmtilega vel gerðir. Í einum að þætti sínum fjallar Guðmundur um ótímabær fráföll íþróttamanna og er þar saga Örlygs rifjuð upp meðal annars með viðtali við Loga Gunnarsson og einnig farið léttlega yfir sögu Len Bias sem var á barmi þess að verða ein stærsta stjarna NBA, en féll fyrir þeim djöffli sem eiturlyf eru í startholum þess ferils.  Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella hér að neðan. 

 

Hann potar skotunum sínum stundum ofaní

Fréttir
- Auglýsing -