spot_img
HomeFréttir160 milljónum dollara hugsanlega skilað til leikmanna

160 milljónum dollara hugsanlega skilað til leikmanna

 
Verkfall NBA leikmanna er nú í fullum gangi og er þetta í fjórða sinn sem kemur til verkfalls í sögu NBA deildarinnar. Nýjasta útspilið í deilunni er 160 milljón dollara innspýting í deildina af launaseðlum leikmanna en í hverjum NBA samningi er klásúla þar sem leikmaður þarf að skilja eftir 8% af launum sínum hjá deildinni, sú upphæð mun nú að öllum líkindum skila sér til baka til leikmanna í von um að leysa verkfallið.
Talið er að þessi summa, sem í einhverju mæli muni skila sér til allra leikmanna deildarinnar gæti orðið til þess að leikmönnum deildarinnar fyndist ekki jafn mikið að sér saumað í buddunni. Þó vissulega myndi leikmaður eins og Kobe Bryant fá meira endurgreitt af þessum 8 prósentum en margir aðrir leikmenn deildarinnar, upphæðin miðast við tekjur hvers leikmanns.
 
Á síðustu leiktíð áætluðu eigendur liðanna í NBA deildinni að tapreksturinn á 22 af 30 liðum deildarinnar næmi um 300 milljónum Bandaríkjadala.
 
Hvað verður í framhaldinu skal ósagt látið en forsvarsmenn leikmannasamtaka NBA og forsvarsmenn NBA deildarinnar hafa ekki hist eftir að verkfallið hófst þann 1. júlí síðastliðinn.
 
Mynd/ Eru Wade og félagar byrjaðir að pakka í töskur og þefa eftir samningum við stórlið í Evrópu?
 
Fréttir
- Auglýsing -