spot_img
HomeFréttir16 leikmanna hópur Íslands fyrir leikinn gegn Hollandi - Einn nýliði

16 leikmanna hópur Íslands fyrir leikinn gegn Hollandi – Einn nýliði

Þann fyrsta júlí næstkomandi leikur Ísland lokaleik sinn í fyrri hluta undankeppni HM 2023 er liðið tekur á móti Hollandi í Ólafssal í Hafnarfirði. Ísland hefur þegar tryggt sig áfram í næsta stig keppninnar, en leikurinn er þó mikilvægur fyrir liðið vegna þeirra stiga sem það mun taka með sér á næsta stig. Sem stendur er Ísland með tvo sigra og eitt tap í keppninni og myndi það auka líkurnar á miða á lokamótið stórlega ef liðið næði að leggja Holland í þessum seinni leik.

Craig Pedersen og þjálfarar hans hafa valið leikmenn í æfingahóp sinn og hefur hann æft sl. daga og skipa þeir nú lokahópinn sem undirbýr sig fyrir leikinn á föstudaginn kemur í Ólafssal en 12 leikmenn verða valdir á endanum fyrir leikinn.

Einn nýliði er í 16 leikmanna hóp íslenska liðsins, Hilmar Pétursson mun í fyrsta skipti eiga þess kost að leika fyrir a landslið Íslands, en hann hefur áður leikið fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar.


Íslenski landsliðs æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum 16 leikmönnum:


Elvar Már Friðriksson · Derthona Basket, Ítalíu

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík

Gunnar Ólafsson · Stjarnan

Hilmar Smári Henningsson · Haukar

Hilmar Pétursson · Breiðablik

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík

Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland

Kári Jónsson · Valur

Kristinn Pálsson · Grindavík

Ólafur Ólafsson · Grindavík

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll

Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni

Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers, Hollandi

Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni


Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson

Fyrirkomulag · H-riðill

Ísland var í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi upphaflega. Leikið er heima og að heiman. Nú í maí eftir tvo landsliðsglugga af þrem í fyrstu umferð riðlakeppninnar varð það ljóst að FIBA útlokaði Rússland frá frekari þátttöku í keppninni og öll önnur rússnesk lið sem þýðir að hin liðin þrjú (Ítalía, Ísland og Holland) eru komin áfram í keppninni og í aðra umferð sem hefst í ágúst. Þá munu tveir og tveir riðlar fara saman í einn með samtals sex liðum og stigin fara með liðunum sem þau fengu í fyrri umferðinni. Liðin sem blandast við okkar riðil verða Spánn, Georgía sem eru tryggð nú þegar og svo annað hvort Úkraína eða Norður-Makedónía (þrjú af fjórum í G-riðli) og mynda nýjan sex liða L-riðil. Þrjú þessara liða eftir aðra umferð leika á HM næsta sumar (eftir gluggan í febrúar 2023). Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.


Allt um leikina, mótið og heimasíða keppninnar er að finna hér

Fréttir
- Auglýsing -