17:23
{mosimage}
(16 ára liðið á góðri stund á Norðurlandamótinu í sumarbyrjun)
Eftir stóran skell í fyrsta leik á Evrópumóti 16 ára landsliða í B-deild náði íslenska liðið að jafna sig og landa sigri er það mætti Austurríkismönnum í dag. Lokatölur leiksins voru 69-58 Íslandi í vil. Haukur Helgi Pálsson fór mikinn í íslenska liðinu með 27 stig og 15 fráköst en honum næstur var Styrmir Gauti Fjeldsted með 15 stig. Hægt er að lesa nánar um leikinn á www.kki.is
Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun þegar það mætir Hollandi kl. 15:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.