spot_img
HomeFréttir16 ára liðið mætir toppliði Svartfellinga í dag

16 ára liðið mætir toppliði Svartfellinga í dag

10:53
{mosimage}

 

(Einars Árna og 16 ára liðsins bíður erfitt verkefni í dag gegn Svartfjallalandi) 

 

16 ára landslið Íslands í karlaflokki mætir Svartfjallalandi í sínum fjórða leik í Evrópukeppni B-deildar í dag en mótið fer fram í Sarajevo. Íslenska liðið hefur unnið einn leik til þessa og tapað tveimur.

 

Andstæðingarnir í dag eru ósigraðir á toppi B-riðils í B-deildinni en Svartfellingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu gegn Dönum, Hollandi og heimamönnum í Bosníu-Herzegóviníu. Íslenska liðið lá nokkuð stórt í fyrsta leik gegn Bosníumönnum og því verður á brattann að sækja í dag.

 

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu FIBA Europe með því að smella hér og fara í B-riðil hægra megin á síðunni. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -