Alls eru 15 lið komin áfram í Poweradebikarkeppninni en á morgun skýrist endanlega hvaða 16 lið munu skipa næsta hluta keppninnar. Keflavík og Grindavík tryggðu sig áfram í kvöld eftir úrvalsdeildarslagi í 32 liða úrslitum.
Úrslit dagsins
ÍA 68 – 86 Fjölnir
Álftanes 51 – 90 Tindastóll
ÍR 85 – 102 Keflavík
Mostri 54 – 106 KR
Grindavík 95-59 Haukar
ÍG 58 – 118 Njarðvík.
Liðin sem komin eru áfram:
Fjölnir
Tindastóll
Keflavík
KR
Grindavík
Njarðvík
Hamar
Stjarnan
KFÍ
Breiðablik
Þór Akureyri
Njarðvík b
Höttur
Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn
Einn leikur er eftir í 32 liða úrslitum en þá mætast Valur og Snæfell annað kvöld í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.
Mynd/ Charles Parker átti sterkan leik með Keflavík í kvöld og setti 27 stig á ÍR-inga.