spot_img
HomeFréttir15 ára landsliðin komin til Kaupmannahafnar

15 ára landsliðin komin til Kaupmannahafnar

Fimmtán ára lið Íslands í stúlkna- og drengjaflokki hefja leik á Kaupmannahafnarmótinu á morgun. Liðin eru komin til Kaupmannahafnar en þau lögðu af stað í nótt.
 
Ísland hefur tekið þátt í mótinu frá árinu 2008. Á mótinu taka þátt landslið sem og úrvalslið borga og eða héraða.
 
 
 
Bæð lið eru í fjögurra liða riðli og klárast riðlakeppnin á laugardag en þá hefjast úrslit. Úrslitaleikir eru svo leiknir á sunnudag.
 
 
Mótið er sterkt og er fyrsta stig landsliðsverkefna KKÍ. Ísland hefur titil að verja í keppni U15 ára stúlkna en íslenska liðið vann þetta mót fyrir ári síðan. Drengjalið Íslands hafa fagnað sigri á mótinu tvívegis á síðustu árum.
 
 
Heimasíða mótsins: http://www.cph-invitational.dk/
 
 
Leikir · Ísland U15 stúlkur:
 
Föstudagur
11.15(Ísl. tími) Ísland-Danmörk
18.15(Ísl. tími) Ísland-Svíþjóð bláir
 
 
Laugardagur
10.15(Ísl. tími) Ísland-Finnland hvítir
Spilað um sæti seinni partinn
 

Leikir · Ísland U15 drengir
 
Föstudagur
10.45(Ísl. tími) Ísland-Værlöse
16.45(Ísl. tími) Ísland-Finnland bláir
 
 
Laugardagur
8.15(Ísl. tími) Ísland-Holland
Spilað um sæti seinni partinn
 
 
Landslið U15-stúlkna
 
Andrea Dögg Einarsdóttir · Keflavík/Hickory High School, USA
Anna Lóa Óskarsdóttir · Haukar · 172 cm
Ásdís Karen Halldórsdóttir · KR · 172 cm
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 184 cm
Birta Rós Davíðsdóttir · Keflavík · 172 cm
Hera Sóley Sölvadóttir · Njarðvík · 172 cm
Jónína Þórdís Karlsdóttir · Ármann · 168 cm
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík · 167 cm
Ragnheiður Björk Einarsdóttir · Hrunamenn · 184 cm
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík · 170 cm
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir · Hrunamenn · 171 cm
Sædís Gunnarsdóttir · Þór Akureyri · 167 cm
 
 
Þjálfari · Margrét Sturlaugsdóttir
Aðstoðarþjálfari · Atli Geir Júlíusson
 
 
U15-drengja
Birkir Thor Björnsson · KR · 193 cm
Davíð Alexander Magnússon · Fjölnir · 181 cm
Egill Agnar Októsson · Stjarnan · 189 cm
Gabríel Sindri Möller · Njarðvík · 172 cm
Guðjón Hlynur Sigurðarson · Ármann · 184 cm
Hákon Örn Hjálmarsson · ÍR · 184 cm
Helgi Guðjónsson · Reykdælir · 176 cm
Nökkvi Már Nökkvason · Grindavík · 182 cm
Sigmar Jóhann Bjarnason · Fjölnir · 189 cm
Stefán Alexander Ljubicic · Keflavík · 188 cm
Þorbjörn Óskar Arnmundsson · Keflavík · 192 cm
Þorgeir Þorsteinsson · Reykdælir · 203 cm
 
 
Þjálfari · Ingi Þór Steinþórsson
Aðstoðarþjálfari · Viðar Örn Hafsteinsson
 
www.kki.is greinir frá 
 
Mynd/ VÖH: Ingi Þór þjálfari U15 ára drengjalandsliðsins aðeins mínútum áður en hann lagði land undir fót og hélt með 15 ára liðið til Kaupmannahafnar. Hann ætlar eins og stendur í auglýsingunni fyrir ofan hann, að „njóta þess“ að vera ytra með landsliðunum.
Fréttir
- Auglýsing -