spot_img
HomeFréttir14 stiga tap fyrir Noregi

14 stiga tap fyrir Noregi

 

Undir 16 ára lið Íslands tapaði fyrir Noregi, 48-62, á Evrópumótinu í Búlgaríu. Leikurinn var hluti af umspili um sæti 17-24 á mótinu og með tapi er ljóst að næst leikur liðið um sæti 21-24.

 

Einhver meiðsl og veikindi hafa hrjáð íslenska liðið frá því það kom. Atkvæðamesti leikmaður liðsins á mótinu, Sigvaldi Eggertsson, lék með liðinu í dag eftir að hafa verið frá síðustu 2 leiki. Í dag léku Hafsteinn Guðnason, Hilmar Pétursson og Daníel Stefánsson hinsvegar ekki.

 

Fyrri hálfleikur leiksins var að mestu spennandi. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 16-16, en þegar að hálfleik var komið hafði Noregur sigið aðeins frammúr, 27-21. Í seinni hálfleiknum var leikurinn svo áfram í járnum, eftir þriðja leikhluta var staðan 41-33 og Ísland því í ágætis stöðu til þess að gera atlögu að sigrinum. Allt kom þó fyrir ekki, Noregur sigraði leikinn að lokum með 14 stigum, 48-62.

 

Atkvæðamestur fyrir Ísland var áðurnefndur Sigvaldi Eggertsson, en hann skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum.

 

Næst leikur liðið gegn Lúxemborg á morgun í umspili um 21.-24. sæti.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið

Fréttir
- Auglýsing -