spot_img
HomeFréttir11. umferð hefst í kvöld

11. umferð hefst í kvöld

17:22 

{mosimage}

Botnliðin Tindastóll og Fjölnir mætast í fyrsta leik 11. umferðar í Iceland Express deild karla í kvöld. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki og hefst kl. 19:15. 

Tindastóll og Fjölnir eru bæði á botni deildarinnar með fjögur stig en þrjú lið eru á botninum þar sem Haukar hafa einnig fjögur stig. Gert er ráð fyrir því að nýji kaninn í liði Hauka þreyti frumraun sína í kvöld en hann heitir Wayne Arnold og mun fylla skarð Kevins Smith. Smith þótti ekki standa undir væntingum og var því látinn fara eins og karfan.is hefur þegar greint frá. 

Elleftu umferð deildarinnar lýkur svo á laugardag en þrír leikir fara fram á morgun, föstudag og tveir á laugardag.

Fréttir
- Auglýsing -