U20 ára landslið Íslands var rétt í þessu að tapa 69-80 gegn Belgíu í sínum þriðja leik á Evrópumeistaramótinu í Bosníu. Íslenska liðið hefur því tapað öllum þremur leikjum sínum, fyrstu tveimur naumt og svo með 11 stiga mun áðan. Haukur Helgi Pálsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 28 stig og 11 fráköst.
Í hálfleik leiddu Belgar 30-49 en íslenska liðið vann bæði þriðja og fjórða leikhluta og náði mest að minnka muninn í 7 stig en svo fór að Belgar tryggðu sér að lokum 11 stiga sigur.
Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Hvíta Rússlandi kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Nánar um leikinn gegn Belgum á heimasíðu KKÍ
Mynd/ Haukur Helgi var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag.