spot_img
HomeFréttir11 leikmenn til Kína á þriðjudag

11 leikmenn til Kína á þriðjudag

A-landslið karla er þessa dagana að undirbúa sig fyrir undankeppni Evrópukeppninnar sem hefst í byrjun ágúst en leikið er um eitt sæti á Eurobasket 2015 í Ukraínu. Ísland er í riðli með Rúmeníu og Búlgaríu.
 
Áður en kemur að Evrópuleikjunum, sem verða kynntir sérstaklega síðar, mun liðið leika 5 æfingaleiki.
 
Æfingamót í Kína 16. – 22. júlí:
Liðið heldur til Kína þriðjudaginn 16. júlí til að taka þátt í 4-landa móti en auk heimamanna og okkar verða lið Makedóníu og Svartfjallalands sem eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópukeppninnar sem fram fer í Slóveníu í september. Ljóst er að um að alvöru æfingaleiki verður að ræða.
 
Æfingaleikir við Dani 25. og 26. júlí:

25.07. Ásgarður
17:00  Ísland – Danmörk  U22 ára lið þjóðanna
19:15  Ísland – Danmörk  A-landslið þjóðanna
 
26.07. Keflavík
17:00  Ísland – Danmörk  U22 ára lið þjóðanna
19:15  Ísland – Danmörk  A-landslið þjóðanna
 
 
Hópurinn sem heldur utan til Kína á þriðjudaginn er skipaður eftirtöldum aðilum:
 
4   Brynjar Þór Björnsson · KR
5   Haukur Helgi Pálsson · La Bruixa d’Or (áður Manresa)     
6   Jakob Örn Sigurðarson · Sundsvall Dragons    
7   Jóhann Árni Ólafsson · Grindavík  
8    Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons ?10  Martin Hermannsson · KR    
11  Axel Kárason · Værlose
12  Ragnar Nathanaelsson · Hamar
13  Hörður Axel Vilhjálmsson · Free Agent         ?14  Logi Gunnarsson · Free Agent    ?15  Pavel Ermolinskij · Free Agent   
 
Peter Ökvist · Þjálfari
Pétur Már Sigurðsson · Aðstoðarþjálfari
Arnar Guðjónsson  · Aðstoðarþjálfari
Jóhannes Marteinsson  · Sjúkraþjálfari
Hannes S. Jónsson  · Fararstjóri
Friðrik I. Rúnarsson · Fararstjóri      ??Í morgun kom í ljós að Jón Arnór Stefánsson þarf að hvíla í 10 daga en hann á við smávægileg meiðsl að stríða. Hann verður klár í slaginn fyrir leikina gegn Dönum og Evrópuleikina. Því miður var ekki hægt að fá áritun til Kína fyrir leikmann í hans stað með svo stuttum fyrirvara svo það fara 11 leikmenn í þessa ferð.
 
Darri Hilmarsson, Stefán Karel Torfason og Þorgrímur Kári Emilsson eru enn í æfingahópnum og munu vera með liðinu eftir að það kemur heim frá Kína.
 
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ
  
Fréttir
- Auglýsing -