spot_img
HomeFréttir10 Bestu

10 Bestu

 

Eins og flestir vita þá er leikmannamarkaður Dominos deildarinnar galopinn þessa dagana. Liðin eru í óðaönn að móta hópa sína fyrir næsta tímabil og virðist vera komin nokkuð skýr mynd á nokkur liðanna. Að sjálfsögðu þó einhverjir leikmenn ennþá með lausa samninga og því á kannski enn mikið eftir að gerast. Við tölum nú ekki um ef að (sem dæmi) landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson ákveða að spila hér heima á næsta tímabili. 

 

Hér að neðan eru þó þeir 10 samningar sem að okkur þykja bestir fyrir liðin/leikmennina af þeim sem komnir eru.

 

Það skal tekið fram að hér eigum við aðeins um þá leikmenn sem skipt hafa um lið. Listinn er einnig ekki í neinni sérstakri röð.

 

 

Chris Caird

Frá: FSU

Til: Tindastóls

 

Með brotthvarfi þeirra Ingva Rafns, Darrell Flake og Lewis er ljóst að Tindastóll þarf á einhverri hjálp að halda ef að þeir ætla sér áfram að vera eitt besta lið landsins. Þó að það sé líklegast til erfitt, verður að teljast góður liðsstyrkur í Caird. Með 19 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrra sem aðalleikmaður fyrrum nýliða deildarinnar í FSU. Hörkuleikmaður sem að á vafalaust eftir að vera gaman að fylgjast með eitthvað fram á næsta vor.

 

Darrell Lewis

Frá: Tindastól

Til: Þórs Akureyri

 

Lífseigasti leikmaður í sögu íslensks körfubolta verður 41. árs um mitt næsta tímabil. Þrátt fyrir þennan háa aldur virðist hann ennþá vera að skila sínu á kalíberi. Þrátt fyrir að vera í einu besta liði deildarinnar í fyrra var hann að skila 20 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Ætti því (gefið að hann haldi flugi) að bæði geta verið burðarrás inni á vellinum sem og miðlað eitthvað af þeirri miklu reynslu sem hann hefur til nýliðanna.

 

Matthías Orri Sigurðarson

Frá: Columbus State (USA)

Til: ÍR

 

Matthías er kominn aftur heim eftir ársdvöl í Bandaríkjunum þar sem að hann spilaði fyrir háskólalið Columbus State. Áður en hann fór út spilaði hann í tvö tímabil fyrir ÍR (eftir að hafa komið frá KR) og var þá með 19 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Við gerum ekki ráð fyrir að þær tölur eigi neitt eftir að lækka næsta vetur.

 

Sigurður Þorvaldsson

Frá: Snæfell

Til: KR

 

Meistarar síðustu þriggja ára í KR að fara í gegnum einhverjar breytingar þetta sumarið. Þar sem að Helgi Magnússon hættir og Björn Kristjánsson er farinn til Njarðvíkur. Sigurð Þorvaldsson þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuknattleiksáhugamönnum. Verið gífurlega öflugur fyrir Snæfell síðasta rúma áratuginn. 15 stig, 6 fráköst og 2 fráköst að meðaltali í leik í fyrra. Kannski kominn af sínum besta aldri (35 ára), en við gerum samt ráð fyrir að, eins og með Lewis, hann eigi eftir að skila sínu hlutverki fyrir meistarana.

 

Ólafur Ólafsson

Frá: St. Clement (FRA)

Til: Grindavíkur

 

Eftir ársdvöl í Frakklandi er Ólafur mættur aftur heim til þess að spila með bræðrum sínum í Grindavík. Eftir frekar skrýtið ár fyrir þá í fyrra ættu aðdáendur Grindavíkur að vera himinlifandi með að fá Ólaf aftur heim. Virkilega flottur leikmaður. Skilaði 15 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali árið áður en hann fór út.

 

Stefán Karel Torfason

Frá: Snæfell

Til: ÍR

 

ÍR verður eitt mest spennandi liðið að fylgjast með næsta tímabil. Hafa bætt við sig nokkrum góðum leikmönnum í Hjalta Friðriks, Matthíasi Orra, Kristni Marínós og Stefáni Karel. Stefán góður fyrir Snæfell síðustu ár. Var með 12 stig og 10 fráköst að meðaltali í fyrra. 

 

Björn Kristjánsson

Frá: KR

Til: Njarðvíkur

 

Njarðvík nú komið með tvo syni Kristjáns í grænt fyrir næsta tímabil. Oddur kom frá ÍR í janúar síðastliðnum. Björn að sjálfsögðu hluti af meistaraliði KR síðustu tveggja ára. Þar var hann, sökum breiddar þess liðs, á takmörkuðum mínútum. Tölurnar hans (6 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar) segja því kannski ekki alla söguna. Verður skemmtilegt að sjá hvort þeir bræður geti unnið einhverja leiki fyrir Njarðvík.

 

Ólafur Helgi Jónsson

Frá: Njarðvík

Til: Þórs í Þorlákshöfn

 

Annar tveggja leikmanna sem að yfirgefa Njarðvík fyrir Þór í Þorlákshöfn þetta sumarið. Ólafur hefur leikið með meistaraflokki Njarðvíkur síðan árið 2009. Liði sem alltaf hefur farið í úrslitakeppnina og oft gert tilkall. Í því liði hefur hann verið mikilvægur. Hæfileikaríkur varnarmaður sem virðist oftar en ekki stíga upp þegar að liðið þarf mest á því að halda. 

 

Maciej Baginski

Frá: Njarðvík

Til: Þórs í Þorlákshöfn

 

Eftir sitt besta ár til þessa í fyrra ákvað þessi fyrrum efnilegi leikmaður að ferðast með hæfileika sína til suðurstrandarinnar á næsta tímabili. Átti flotta innkomu fyrir Njarðvík í úrslitakeppni síðasta tímabils. Skilaði í heildina 12 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrra.

 

 

Björgvin Ríkharðsson

Frá: ÍR

Til: Tindastóls

 

Björgvin var flottur í fyrra fyrir ÍR. 10 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Rétt 22 ára gamall og á líklegast eftir að halda áfram að bæta sig á næsta tímabili fyrir Stólana. Fær líklega ekki jafn margar mínútur þar, líklega þó fleiri leiki til að bæta það upp.

Fréttir
- Auglýsing -