spot_img
HomeFréttir1. deild karla: Þór gerði út um leikinn í 4. leikhluta

1. deild karla: Þór gerði út um leikinn í 4. leikhluta

07:00

1. deild karla hófst á leik Stjörnunnar og Þórs. Þór vann með 20 stigum, 83-103. Stigahæstir hjá Þór voru Kevin Sowell með 38 stig og Óðinn Ásgeirsson 18 stig. Hjá Stjörnunni var Sigurjón Lárusson atkvæðamestur með 30 stig og Derrick Stevens skoraði 25.

Miðað við lokatölur mátti gera fyrir að Þór hafi verið sterkari aðilinn allan leikinn. Svo var ekki en Stjarnan var yfir í hálfleik 47-43 og eftir þrjá leikhluta var staðan, 69-69.

Þór gerði útum leikinn í upphafi 4. leikhluta en þeir hófu hann með því að skora fyrstu 13 stign. Stjarnan náði aldrei að vinna upp þann mun og Þór vann helst til of stóran sigur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -