spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karla1. deild karla: Nýir leikmenn, jafnir leikir og spennandi staða

1. deild karla: Nýir leikmenn, jafnir leikir og spennandi staða

Í öðru hlaðvarpi okkar um 1. deild karla tímabilið 2018-2019 förum við yfir spárnar okkar frá því fyrir jól og fréttir janúarmánaðar. Sum lið hafa breytt leikmannaskipan sinni talsvert á meðan að önnur hafa látið gott næga.

Við ræðum nokkra spennani leiki og hvar liðin gætu endað í deildinni ásamt því að leiðrétta misfærslur úr seinasta hlaðvarpi okkar og ræða 1. deildina almennt.

Að lokum spáum við fyrir um næstu leiki í deildinni og hvar styrkleikar liða liggja. Við stefnum síðan á að taka upp þriðja þáttinn um 1. deild karla í byrjun febrúar! Njótið vel!

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson og Axel Örn Sæmundsson

00:00:30 – Förum yfir spárnar frá því seinast og stöðuna í deildinni núna
00:03:00 – Útúrdúr: Félagaskipta-bölvun á upptökunum?
00:04:00 – Fréttir: Marques Oliver aftur í Fjölni og gengi liðsins rætt
00:10:05 – Fréttir: Miklar róteringar hjá Hetti – Dino, Eysteinn og Andre komnir
00:17:55 – Fréttir: Þór Akureyri tekur níunda leikinn sinn í röð
00:20:15 – Fréttir: Selfoss bætir við sig leikmönnum, erfiðir leikir framundan
00:23:05 – Leiðréttingar: Rangfærslur um Snæfell og aldur leikmanna
00:25:05 – Úrslit: Hamar-Vestri, spennandi framlengdur leikur
00:31:15 – Spáð í spilin: Breytist staðan í deildinni fyrir úrslitakeppnina?
00:35:15 – Spáð í spilin: Allir leikir til 2. febrúars
00:47:30 – Almennt spjall um deildina undir lokin

Fréttir
- Auglýsing -