spot_img
HomeFréttir1. deild karla - 4. sæti FSU

1. deild karla – 4. sæti FSU

07:00

{mosimage}

Og enn telur karfan.is, spekingarnir spá því að í 4. sæti verði Fsu.

FSu er yngsta félagið sem sem tekur þátt í Íslandsmóti núna, félagið var stofnað haustið 2005 þegar körfuboltaakademía var stofnuð við Fjölbrautarskólann á Selfossi. Félagið er eina félagið í sögu körfuboltans á Íslandi sem ekki hóf leik í neðstu deild þegar liðið hóf keppni en FSu fékk sæti í 1. deild síðastliðið tímabil þar sem ekki var nægur áhugi fyrir þátttöku í deildinni.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahóp FSu en þeir hafa fengið Aron Kárason frá Laugdælum, Böðvar Björnsson frá Haukum og Hjört Halldórsson frá Breiðablik en misst Birki Guðjónsson til ÍA, Hörð Nikulásson til ÍA, Máté Dalmay til Hrunamanna, Pál Helgason í Hamar/Selfoss, Árna Ragnarsson í Fjölni, Daníel Guðmundsson í Njarðvík og Ragnar Gylfason til Fjölnis en hann hefur reyndar tekið sér frí frá körfubolta vegna náms.

Brynjar Karl Sigurðsson er forstöðumaður körfuboltaakademíunnar og jafnframt þjálfari liðsins. Brynjar hefur komið víða við á ferlinum bæði sem þjálfari og leikmaður. Brynjar Karl brást skjótt við beiðni karfan.is og svaraði spurningunum góðu

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?Vésteinn, Gissur, Alex, Björgvin, Áskell, Ari, Hjörtur, Hörður

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Þeim fimm sem eru inná vellinum hverju sinni hjá okkur.


Er liðið með erlendan leikmann?

Já nokkra


Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?


Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Ungæðingsháttur.


Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Vinna hvern leikinn á fætur öðrum


Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Það lið sem að vinnur fleiri leiki en búist var við.


Hvaða lið vinnur deildina?

Þegar stór er spurt veltur lítill þúfa þungu hlassi.


Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Deild sem saman stendur af liðum sem eru ekki hrædd við að leggja út í ferðakostnað og hafa metnað til þess að taka þátt í mótinu á forsendu sem að körfubolta í landinu fyrir bestu.

runar@mikkivefur.is

Fréttir
- Auglýsing -