(Júní 2013)
 
Fullt nafn: Ingunn Embla Kristínardóttir

 
Aldur: 17 ára

Félag: Keflavík
 
Hjúskaparstaða: Í sambandi 


Nám/Atvinna: Er í FS og vinn á Kaffitár 


Happatala: 8
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 
Ég byrjaði 11-12 ára hjá Keflavík 


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? 
Kesha Watson sem spilaði hjá Keflavík um árið, hún þjálfaði mig líka.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið? 
Keflavík, Hillerod og svo skólaliðinu EVN. 


Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? 
Pálína og Justin Shouse.


Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? 
Klárlega Aaron Broussard og síðan fannst mér Lele Hardy mjög góð.
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? 
Margir efnilegir leikmenn en ég held að að Njarðvíkingarnir Ragnar Helgi og Kristinn Páls séu efnilegustu ungu leikmennirnir.

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? 
Erla Reynisdóttir og Skúli B. Sigurðsson
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? 
Margir góðir og varla hægt að gera upp á milli frábærra þjálfara hérna á Íslandi bæði í karla og kvenna en Margrét Sturlaugsdóttir er klárlega búin að taka miklum framförum sem þjálfari og bæta sig gífurlega mikið, hún á hrós skilið!
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? 
Ég horfi því miður bara ekki á NBA.
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? 
Ég veit það ekki, verður maður ekki að segja Kobe eða Lebron?
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
 Neib.
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? 
Hef verið að fylgjast með Jóni Arnóri með Zaragoza þannig ég held að þeir séu mitt uppáhalds lið.
 
Sætasti sigurinn á ferlinum?
 Núna á NM þegar við U18 stelpurnar tókum Finnana í fyrsta sinn og hafði þá U18 kvk ekki unnið Finnland síðan 2009 eða 2007!


Sárasti ósigurinn? 
26. apríl 2009 þegar ég spilaði upp fyrir mig með 94 árganginum og við töðupum fyrir Grindavík í úrslitum í DHL 49-53.
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? 
Eftir Smáþjóðleikana held ég að ég velji bara strand blak! 


Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Get ómögulega valið einhvern.


Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? 
Erfitt að finna eitt moment þar sem þau eru mjög mörg en ég held ég velji sigurkörfu Keflavíkur gegn Snæfell í unglingaflokki kvk tvö ár í röð. 


Uppáhalds:


kvikmynd: Marley & me

leikari: Owen Wilson

leikkona: engin sérstök

bók: get ekki sagt að eg lesi mikið
frasi: hennar Haddýar “ertu ekki að hóra í mér”

matur: Kjúklingaréttir
matsölustaður: Subway 

lag: Can’t hold us

hljómsveit: Retro Stefson 

staður á Íslandi: ég veit ekki sko

staður erlendis: Solna!!

lið í NBA: Ekkert, öruggleg bara Orlando

lið í enska boltanum: mikil pressa að maður velji Arsenal 

hátíðardagur: Jólin

alþingismaður: Steingrímur J. ef hann er ennþá þar að segja

alþingiskona:...

heimasíður: Facebook og Karfan.is
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? 
Fer oft með hundinn minn í göngu og ákveð markmið fyrir hvern leik.
 
Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? 
Eggjabrauð á pönnu
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? 
Oftast tapleikjum.
 
Furðulegasti liðsfélaginn? 
Birna og Pálí eru gott combo.
 
Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? 
Simmi
 
Erfiðasti andstæðingurinn? 
Ég sjálf
 
Þín ráð til ungra leikmanna? 
Finnst ég nú vera ein af þeim ungu, en alltaf að hafa trú á því að geta orðið betri og að liðið er númer 1 og síðan þú sjálfur.
 
Spurning frá Kristófer Acox sem var síðast í 1 á 1:
Ætlaru ekki alveg örugglega á Frank Ocean núna í sumar?


Planið var að vera að vinna en aldrei að vita nema maður skelli sér bara.
 
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Hver er stefnan þín í Körfubolta ?