18:15
{mosimage}
Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland Cavaliers, verður frá næsta mánuðinn en myndataka sem hann fór á föstudag sýndi að hann er með beinflís í ökklanum sem er að valda honum vandræðum.
Litháinn stóri meiddist 10. desember þegar hann lenti illa á fyrrum félaga sínum Donyell Marshall og var þá frá í þrjá leiki. Var aðeins talið að um slæma tognun var að ræða og hann hóf að leika á ný.
Síðan þá hefur hann verið þjakaður sársauka í ökklanum og verið mjög stífur. Að lokum var ákveðið að hann færi í myndatöku og hún hefur sýnt að hann beinflís í ökklanum á honum er að valda þessum sársauka og hann verður frá þrjár til fjórar vikur.
Ilgauskas sem hefur átt við meiðsli í fæta að stríða á ferlinum missti m.a. af tveimur helium tímabilum fyrr á ferlinum. Hann var þó mjög ánægður að gömlu meiðslin voru ekki að taka sig upp aftur. ,,Eina góða er að þetta er ekki tengt gömlu meiðslunum mínum, sagði hann. ,,Þetta er í ökklanum og ef eitthvað þá sýndu myndatakan að fyrri aðgerðir á fætinum hafi heppnast fullkomlega og öll beinin eru groin,” sagði risinn bjartsýni.
,,Það er aldrei góður tími til að meiðast en það er betra núna heldur en í úrslitakeppninni.”
Mikilvægi Ilgauskas hjá Cleveland er óumdeilt og er hann þriðji stigahæsti leikmaður liðsins í vetur með 13.8 stig í leik. Gengi Cleveland hefur verið frábært í vetur og á hann stóran hlut í velgengni þess en félagið hefur unnið 26 af fyrstu 31 leik liðsins sem er besta byrjun í sögu félagsins.
Mynd: AP



