spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaZoran yfirgefur Tindastól

Zoran yfirgefur Tindastól

Zoran Vrkic hefur yfirgefið lið Tindastóls í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Zoran kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og var í liði þeirra sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitil síðasta vor. Á þessu tímabili hafði leikmaðurinn leikið 12 leiki í deildinni fyrir liðið og skilað í þeim 8 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali, en sem stendur eru þeir í 5.-7. sæti deildarinnar með sjö sigra og sex töp.

Fréttir
- Auglýsing -