spot_img
HomeFréttirZeko á lausu

Zeko á lausu

10:30

{mosimage}

(Zeko í leik gegn Grindavík)

Karfan.is leggur sig í líma við að hafa heimildir fyrir þeim fréttum sem við birtum séu traustar og öruggar og eitt af markmiðum okkar er að birta ekkert sem er slúður, aðeins staðfesta hluti. En stundum verða slys og eitt slíkt gerðist á dögunum þegar við sögðum að Milojica Zekovic væri búinn að semja við franskt félag.

Zeko hafði samband við undirritaðan eftir að hafa séð fréttina og vildi leiðrétta þetta, sagðist vera á reynslu í Frakklandi en á ekki von á að semja við liðið. Hann sagði að það væri því möguleiki á að hann myndi spila á Íslandi næsta vetur, hann væri bara að bíða eftir góðu tilboði. Hann hefði áhuga á að ljúka ferlinum á Íslandi.

Við biðjum Zeko afsökunar á þessum mistökum en okkur til varnar þá teljum við heimasíðuna Eurobasket.com ágæta heimild og treystum því þessari frétt.

En rétt skal vera rétt og Zeko er á lausu og býður eftir tilboði frá Íslandi.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -