spot_img
HomeFréttirZaragoza vann Manresa í háspennuleik

Zaragoza vann Manresa í háspennuleik

 Það voru heimamenn í Zaragoza sem fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Manresa í dag.  Haukur Helgi Pálsson kom ekki við sögu að þessu sinni en Jón Arnór byrjaði fyrir sitt lið en setti ekki sinn svip á leikinn og hefur oft spilað betur.  Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Zaragoza uppá framhaldið og að komast í úrslitakeppnina.
 2 stig skildu liðin fyrir leik og því gríðarlega mikilvægur leikur sem fram fór.  Þrjú lið eru svo gott sem búin að tryggja sig í úrslitakeppnina en svo er allt í hnapp þar fyrir neðan og ræðst það líkast til á síðustu umferðum hverjir fara í úrslitakeppnina í úrvalsdeildinni á spáni. 
 
Leikurinn var hnífjafn allan tímann. Bæði lið voru ekki að spila vel en Manresa menn voru á tímum að sýna skemmtilega takta með glæsilegum troðslum.  
 
Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins sem að úrslitin réðust. Zaragoza komust 1 stigi yfir þegar um 9 sekúndur voru eftir og þá áttu Manresa innkast á miðju vallarins.  Þjálfari Zaragoza tók þá undarlegu ákvörðun að brjóta strax á leikmanni Manresa sem fór á línuna og setti niður bæði sín víti.  Það var svo komið að leikstjórnanda Zaragoza Carlos Cabezas sem setti upp leikkerfi þannig að hann keyrði að körfunni og lagði boltann snyrtilega ofaní og skildi aðeins 2 sekúndur eftir af klukkunni.  Það dugði heimamönnum til sigurs. 
 
Zaragoza stendur eftir þennan sigur í 7. sæti deildarinnar en Manresa eru í 11. sæti.  Viðtöl við þá félaga Jón Arnór og Hauk Helga munu svo koma í næstu viku þar sem þeir eru báðir spurðir spjörunum úr. 
 
Þetta er Kristinn R Ólafsson (Skúli B Sigurðsson) sem skrifar frá Spáni…og munið að jógúrt er skyrja!   Copyright: KRÓ
Fréttir
- Auglýsing -