spot_img
HomeFréttirZaragoza úr leik í Konungsbikarnum

Zaragoza úr leik í Konungsbikarnum

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza féllu í kvöld úr leik í Konungsbikarnum á Spáni eftir 98-66 ósigur gegn Real Madrid. Það verða meistarar Madrid og Barcelona sem leika munu um Konungsbikarinn þetta tímabilið.
 
 
Jón Arnór skoraði 7 stig í liði Zaragoza í dag og gaf 3 stoðsendingar á rúmum 20 mínútum en stigahæstur hjá Zaragoza var Giorgi Shermadini með 19 stig. Rudy Fernandez var stigahæstur í liði Real Madrid með 16 stig.
 
Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Barcelona og Valencia þar sem Barcelona fór með 89-81 sigur af hólmi. Real Madrid og Barcelona mætast svo annað kvöld, 9. febrúar, í úrslitaleiknum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -