CAI Zaragoza hefur lokið keppni í Eurocup eftir svekkjandi 77-79 ósigur gegn Besiktas á heimavelli. Zaragoza þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr 32 liða umferðinni en svo varð ekki.
Jón Arnór Stefánsson gerði 6 stig á tæpum 20 mínútum í leiknum og öll komu þau úr þriggja stiga skotum. Jón var einnig með 3 stoðsendingar og 2 fráköst í leiknum en Viktor Sanikidze var stigahæstur hjá Zaragoza með 25 stig.



