spot_img
HomeFréttirZaragoza rúllaði yfir Valladolid

Zaragoza rúllaði yfir Valladolid

Jón Arnór Stefánsson gerði 6 stig þegar CAI Zaragoza vann auðveldan 96-68 sigur á Valladolid í ACB deildinni á Spáni um helgina. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði tvö stig fyrir Valladolid.
 
 
Jón Arnór gerði 6 stig á tæpum 19 mínútum og var einnig með 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Hörður Axel kom við sögu í tæpar 12 mínútur hjá Valladolid með 2 stig og eina stoðsendingu á þeim tíma. Omari Johnson var stigahæstur hjá Valladolid með 17 stig en hjá Zaragoza var Damjan Rudez með 25 stig.
 
Zaragoza er í 6. sæti ACB deildarinnar með 18 sigra og 14 tapleiki og ef þetta reynist lokastaða deildarinnar mun Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en enn geta hlutirnir breyst. Valladolid hefur átt afleitt tímabil og situr á botninum með 3 sigra og 29 tapleiki og þeirra bíður næsta víst LEB Gold deildin á næstu leiktíð.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -