spot_img
HomeFréttirZaragoza með stóran útisigur

Zaragoza með stóran útisigur

Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson litu ólíkan dag í dag þegar lið þeirra voru á ferðinni í ACB deildinni á Spáni. Zaragoza skellti Tuenti Mobile Students en Valladolid var kjöldregið á útivelli gegn Unicaja.
 
 
Students 62-89 CAI Zaragoza
Jón Arnór Stefánsson var í búning með Zaragoza í dag en kom ekki við sögu. Þetta þýðir bara að nú styttist óðfluga í að kappinn verði klár á parketið á nýjan leik. Stigahæstur í sigri Zaragoza í dag var Damjan Rudez með 18 stig.
 
Unicaja 112-58 Valladolid
Hörður Axel lék í tæpar 20 mínútur í leiknum og gerði fimm stig. Þá var hann einnig með 2 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
Staða Valladolid og Zaragoza er ólík í ACB deildinni. Zaragoza er í 8. sæti með 8 sigra og 7 tapleiki en Valladolid er í átjánda og neðsta sæti deildarinnar með 2 sigra og 13 tapleiki.
 
Mynd/ Liðsmenn Zaragoza unnu stóran og góðan útisigur í dag í ACB deildinni á Spáni.
  
Fréttir
- Auglýsing -