spot_img
HomeFréttirZaragoza komst í undanúrslit

Zaragoza komst í undanúrslit

Í kvöld fór fram fyrri keppnisdagurinn í 8-liða úrslitum Konungsbikarsins á Spáni. Real Madrid komst örugglega áfram í undanúrslit með 83-60 sigri á Herbalife Gran Canaria og Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í CAI Zaragoza komust einnig í undanúrslit eftir 74-79 sigur á Unicaja.
 
 
Jón Arnór lék í tæpar 10 mínútur í leiknum og gerði 3 stig en Damjan Rudez var atkvæðamestur með 16 stig en fimm liðsmenn Zaragoza gerðu 10 stig eða meira í leiknum.
 
Átta liða úrslitum lýkur annað kvöld með tveimur viðureignum, sú fyrri er viðureign Valencia og Labor Kutxa en sú síðari er viðureign Barcelona og Iberostar Tenerife. Zaragoza mun mæta Real Madrid í undanúrslitum en þessi lið mættust einmitt í undanúrslitum úrslitakeppninnar í ACB deildinni á síðustu leiktíð. 
  
Fréttir
- Auglýsing -