spot_img
HomeFréttirZaragoza jarðaði gylltu nornirnar

Zaragoza jarðaði gylltu nornirnar

CAI Zaragoza tók La Bruja de Oro í kennslu stund í ACB deildinni á Spáni í dag, lokatölur 89-52 þar sem Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur í liði Zaragoza með 12 stig.
 
 
Zaragoza hefur nú unnið þrjá deildarleiki og tapað einum og situr liðið í 4.-7. sæti deildarinnar ásamt Valencia, Unicaja og CB Canarias. Jón Arnór gerði sín 12 stig á tæpum 16 mínútum og var einnig með tvö fráköst og eina stoðsendingu en atkvæðamestur í liði Zaragoza var Giorgi Shermadini með 18 stig. Daninn öflugi, Rasmus Larsen, hjá La Bruja de Oro fann ekki fjölina í dag með aðeins þrjú stig og komu þau öll af vítalínunni.
 
Þess má svo geta að Jón Arnór brenndi ekki af skoti í leiknum, 3/3 í teignum og 2/2 í þriggja…ekki amalegt dagsverk á korteri.
  
Fréttir
- Auglýsing -