spot_img
HomeFréttirZaragoza í 3. sæti í D-riðli Eurocup

Zaragoza í 3. sæti í D-riðli Eurocup

CAI Zaragoza eru komnir aftur á par í Eurocup eftir 74-68 sigur á Virtus Roma í gær. Jóni Arnóri Stefánssyni voru mislagðar hendur í leiknum en afrakstur landsliðsmannsins var 1 stig, 0-3 í teig, 0-3 í þriggja og 1-2 í vítum eftir 100% skotnýtingarleik ekki svo alls fyrir löngu.
 
 
Jón lék í tæpar 24 mínútur í leiknum í gær en var einnig með 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Eftir sigur Zaragoza er liðið í 3. sæti í D-riðli Eurocup með tvo sigra og tvo tapleiki en Dukerque og Alba Berlin eru á toppnum en bæði lið hafa unnið þrjá leiki og tapað einum til þessa.
 
Næsti leikur Zaragoza í Eurocup er þann 12. nóvember næstkomandi þegar þeir mæta einmitt Dunkerque á útivelli.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -