Rétt áðan lauk viðureign Valencia og CAI Zaragoza í ACB deildinni á Spáni þar sem Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í Zaragoza máttu fella sig við 20 stiga ósigur á útivelli.
Jón Arnór skoraði 8 stig í leiknum á rúmum 22 mínútum. Hann var einnig með 3 fráköst og 2 stoðsendingar en atkvæðamestur í liði Zaragoza var Shermadini með 17 stig.
Eftir leikinn í dag er Zaragoza í 6. sæti deildarinnar með 3 sigra og tvo tapleiki. Hörður Axel Vilhjálmsson og Valladolid eru svo við botninn með einn sigur í fimm leikjum en sjálft botnsætið vermir lið Bilbao Basket án stiga.



