spot_img
HomeFréttirZalgiris vann Rytas

Zalgiris vann Rytas

11:00

{mosimage}
(Zalgiris vann Eystrarsaltsdeildina)

Litháensku liðin Rytas og Zalgiris spiluðu til úrslita um Eystrarsaltstitilinn um liðna helgi. Það var Zalgiris sem vann með aðeins tveimur stigum í hörkuleik 86-84. Rytas og Zalgiris hafa mæst í öllum úrslitaleikjum deildarinnar en hún er með svipuðu sniði og Adríahafsdeildin.

Þetta er svæðisbundin deild og Eystrarsaltsríkin, Lettland, Eistland og Litháen eiga fulltrúa í deildinni. Tólf lið skipa deildina og hafa gert undanfarin þrjú tímabil þegar þetta fyrirkomulag sem deildin spilar eftir í dag var tekið upp.

Litháensku risarnir Rytas og Zalgiris hafa spilað úrslitaleiki deildarinnar undanfarin þrjú ár.

[email protected]

Mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -