spot_img
HomeFréttirZach Randolph bendlaður við stórfelld fíkniefnaviðskipti

Zach Randolph bendlaður við stórfelld fíkniefnaviðskipti

Zach Randolph, stjörnuframherji Memphis Grizzlies er enn einu sinni í vandræðum og nú gæti það verið stærra mál en hann hefur áður þurft að hrista af sér.
 
Fyrir tveimur vikum stöðvaði lögregla í Indianapolis, heimabæ Randolphs, ökumann nokkurn fyrir utan þekkt dópgreni, en í bílnum, sem er skráður á Randolph, fundust kannabisefni og skotfæri.
 
Í bílnum fundu þeir svo vísbendingar sem leiddu þá að geymsluskúrum sem einnig voru skráðir á Randolph og þar fundust eiturlyf og fjórir bílar sem allir voru með földum geymsluhólfum.
 
Látið er að því liggja að Randolph hafi séð glæpaklíku fyrir eiturlyfjum, ökutækjum og húsnæði.
 
Lögmaður Randolphs hefur þvertekið fyrir að leikmaðurinn tengist eiturlyfjaviðskiptum, en hyggst gefa út tilkynningu á næstunni. Forsvarsmenn Grizzlies hafa sagst standa með sínum manni þar til eitthvað frekara kemur í ljós.
 
Randolph átti sitt besta tímabil á skrautlegum ferli í vetur þegar hann var með 21 stig og 12 fráköst í leik, lék í stjörnuleiknum í Dallas og virtist loks vera að koma lífi sínu í lag eftir að hafa ótal sinnum lent upp á kant við lagana verði.
Fréttir
- Auglýsing -