spot_img

Zabas sendur heim

Samningi við Evaldas Zabas hefur verið sagt upp í Njarðvík og mun leikstjórnandinn því ekki spila fleiri leiki í Dominos deildinni, í það minnsta með Njarðvíkingum. Sem fyrr þótti Zabas ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og slakur leikur hans gegn Keflavík virðist hafa gert útslagið.

Zabas skoraði 12 stig og sendi 3 stoðsendingar að meðaltali í 3 leikjum fyrir Njarðvík

Unnið er að því að finna liðinu nýjan leikstjórnanda og fregnir herma að vanda eigi til verka frekar enn að gera í flýti.

Fréttir
- Auglýsing -