spot_img
HomeFréttirYngvi: Þekkjum styrkleika Grindvíkinga

Yngvi: Þekkjum styrkleika Grindvíkinga

15:00

{mosimage}
(Yngvi tók við Haukaliðinu í sumar)

Haukar náðu fram hefndum í gærkvöldi á Grindavík þegar þær unnu þær 87-73 en eins og flestir vita unnu Grindvíkingar Hauka í bikarúrslitum á dögunum. Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka var ánægður með frammistöðu síns liðs og sagði að Victoria Crawford nýji erlendi leikmaður liðsins kæmi með ferska strauma inn í liðið.

,,Við erum búin að fara í gegnum smá taphrynu í gegnum alla flokka að undanförnu sem standa að meistaraflokknum. Nema að við unnum góða bikarsigra um helgina í yngri flokkum og því var þetta kærkominn sigur,” sagði Yngvi og hélt áfram. ,,Victoria kom með nýtt blóð inn í þetta hjá okkur. Ég vissi hversn konar leikmann og karakter ég var að fá. Hún átti góðan leik í kvöld og vonandi heldur það áfram.”

Haukarnir kláruðu leikinn sterkt eitthvað sem þeir gerðu ekki í bikarúrslitaleiknum. Yngvi sagði að hans lið hafi stoppað þá leikmenn í Grindavíkurliðinu sem þarf að stoppa. ,,Við vitum hvar styrkleikar Grindvíkinga liggja. Við töluðum um það milli þriðja og fjórða leikhluta að stoppa þessa tvo útlendinga. Petrúnella var frábær og hitti rosalega vel en liðið stendur og fellur með þessum tveimur leikmönnum og á meðan svo er verðum við að nýta okkur það,” sagði Yngvi en Haukaliðið lék grimma vörn í gærkvöldi.

Yngvi var ánægður með framlag nýja leikmannsins í liðinu og sagði að hún væri lík Ebony Shaw sem varð bikarmeistari með Haukum árið 2005. ,,Ég er mjög ánægður með Victoriu í kvöld og líka bara áhrifin sem hún hefur á liðsfélaganna. Hún hefur aðeins æft einu sinni með liðinu en það er greinilegt að liðsfélagar hennar treysta henni. Victoria gefur mikið af sér og minnir á Ebony Shaw sem var hér,” sagði Yngvi en Victoria skoraði 42 stig í gærkvöldi.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -