21:29
{mosimage}
(Nýráðinn þjálfari Hauka, leiddi lið sitt til sigurs um helgina)
Yngvi Gunnlaugsson stýrði liði ÍBH(Haukar) til sigurs á Landsmótinu í gær. Hann sagði að það væri ánægjulegt að sjá yngri leikmenn liðsins nota tækifærið sem þær fengu um helgina og sýna að þær séu tilbúnar fyrir næsta vetur.
,,Við erum búnar að vera spila vel á Landsmótinu. Við fórum inn í alla leiki með það hugarfar að það erum við sem vinnum eöa töpum leikjum, við getum ekkert haft áhrif á andstæðinginn. Stelpurnar mínar komu heldur betur tilbúnar í úrslitaleikinn og ég er rosalega stoltur af þeim,” sagði Yngvi og bætti við ,,Þetta var mjög gaman, mótið var afslappað og Helena var með okkur sem var mjög skemmtilegt. Ungu stelpurnar sem voru viðloðnar meistaraflokkinn í fyrra og þær sem voru það ekki fengu tækifæri til að sýna sig og þær stóðu sig rosalega vel. Þetta veitir mér mestu ánægjuna, enda gamall yngri flokka þjálfari, að sjá þessar ungu stelpur vaxa og sýna að þær séu tilbúnar í slaginn.”
Þið áttu ekki í miklum vandræðum með pressu Keflavíkur, voruð þið búin að undirbúa ykkur fyrir þetta?
,,Leikskilningurinn hjá liðinu öllu er mjög góður. Allir leikmenn liðsins fyrir utan tvo hafa orðið Íslandsmeistarar í yngri flokkum og spilað úrslitaleiki, þær vita alveg hvað pressa er. Ekkert sem Keflavík gerði sem kom okkur á óvart, við vissum hvað þær myndu gera, þær eru búnar að gera þetta allt mótið. Við vissum hvað við þurftum að gera, bara byrja af krafti og halda dampi.”
Nú hefur liðið þitt unnið öll mót á Íslandi. Er einhver titill sem þið eigið ekki, hvort sem það er æfingamót eða alvörukeppni?
Það er rétt, við vorum búin að ræða þetta fyrir mótið, Þetta var eini titilinn sem félagið átti eftir að vinna og er nú handhafi allra titla á Íslandi. En málið er það, og ég sagði þetta við Karfan.is áður, að okkar markmið er ekkert að verja titlana heldur að vinna nýja. Það tekur enginn það af okkur að vera Íslandsmeistari 2007, við ætlum okkur að vera Íslandsmeistarar 2008 og svoleiðis. Það er að vinna nýja titla en ekki verja þá gömlu.”
mynd og frétt: [email protected]



