spot_img
HomeFréttirYngvi: Það er höfuðverkur Keflvíkinga að stoppa hana

Yngvi: Það er höfuðverkur Keflvíkinga að stoppa hana

10:00

{mosimage}

Klukkan 17:00 í dag mætast Keflavík og Haukar í Keflavík. Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka segir að sitt lið sé tilbúið í verkfnið og segir að það sé allt í lagi að byrja á útivelli.

Er Keflavík erfiðasta verkefnið sem þið höfðuð getað fengið?
,,Ekkert frekar. Þegar maður lítur á öll hin liðin í úrslitakeppninni er ekkert verra að fá KR eða Grindavík frekar en Keflavík. Við erum hvergi bangin og komum með opin huga í þetta og höfum engu að tapa,” sagði Yngvi.

Haukar tefla fram nýjum erlendum leikmanni Victoriu Crawford. Er ekki erfitt að koma í úrslitakeppnina með nýjan erlendan leikmann?
,,Ekki þegar þú ert með svona leikmann. Það er höfuðverkur Keflvíkinga að stoppa hana. Hún er með gott lið í kringum sig og við komum með gott sjálfstraust inn í leikinn.”

Er erfitt að byrja á útivelli?
,,Við höfum ekkert verið að spila verr á útivelli í vetur. Það skiptir engu máli hvort við spilum í Keflavík eða á Ásvöllum. Við verðum að vinna allavega einn leik í Keflavík það verður ekki umflúið. Við höfum trú á því sem séum fær um að vinna þar. Annars værum við ekki að standa í þessu.”

Veit Keflavík við hverju á að búast í Victoriu Crawford?
,,Það er mjög erfitt að kortleggja Victoriu. Hún skorar á alla mögulega vegu. Ef þeim tekst að stoppa hana eru þeir í ágætismálum en þá þurfa þær að spila helvíti vel,” sagði Yngvi áveðinn að lokum.

Leikurinn hefst kl. 17:00 í dag.

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -