spot_img
HomeFréttirYngvi tekur við Blikastúlkum

Yngvi tekur við Blikastúlkum

10:32

{mosimage}

Breytingar urðu fyrr í vikunni á þjálfarateymi kvennaliðs Breiðabliks. Magnús Ívar Guðfinnsson sem hafði þjálfað liðið framan af hausti lét af störfum í fyrradag og í gær var Yngvi Gunnlaugsson ráðinn í hans stað. Illa hefur gengið hjá liðinu það sem af er hausti og það tapað 7 fyrstu leikjum sínum og er vonandi fyrir Blika að nýr þjálfari nái að færa sigur í hús, jafnvel í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík.

Yngvi hefur verið viðloðandi þjálfun lengi og var t.d. aðstoðarmaður Ágústs Björgvinssonar þjálfara kvennaliðs Hauka í fyrra auk þess sem Yngvi stýrði U16 ára liði kvenna í sumar.

Þá hefur sú breyting orðið á leikmannahóp Blika að Vanja Pericin hefur haldið til síns heima. Hún lék 6 leiki með Blikum og skoraði 9,8 stig að meðaltali.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -