spot_img
HomeFréttirYngvi: Spiluðum heilan leik

Yngvi: Spiluðum heilan leik

12:45

{mosimage}

Haukar léku sinn besta leik í vetur þegar þær lögðu Hamar að velli 90-55 í Lýsingarbikarnum. Yngvi Páll Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægðar með lið sitt og hugarfarið sem þær sýndu í varnarleiknum.

Varnarleikurinn var til fyrirmyndar hjá Haukum og Yngvi sagði að hann væri einmitt búinn að vera vandamál í vetur. ,,Varnarleikurinn okkar hefur verið algjört lykilvandamál í vetur. Ég get sgat að þetta var í fyrsta skipti sem við spiluðum í heilar 40 mínútur eins og við eigum að gera. Það skipti engu máli hverri ég skipti inn á þær voru allar tilbúnar í vörnina,” sagði Yngvi og hélt áfram. ,,Það er líka annað. Stelpurnar eru að spila mun betur saman. Við fórum í ákveðna naflaskoðun eftir leikinn á móti KR og fórum í það hvað við vildum fá út úr þessu og hvað við þurftum að gera og ég var engin undantekning. Þessir tveir leiki á móti Hamri lofa góðu og nú verðum við bara að halda dampi.”

Leikgleðin skein úr andlitum Haukakvenna í gær og fréttaritari Karfan.is spurði Yngva hvort að lið hans væri búin að fá leikgleði. ,,Málið er að þetta hefur allt verið til staðar í vetur en við höfum verið dálítið hrædd við að sýna tilfinningar. Menn hafa verið að gera rosalegar væntingar til okkar en við verðum að átta okkur á því að við erum með nýtt lið frá því í fyrra og þurfum að sanna okkur upp á nýtt. Við megum alltaf hafa gaman af þessu og sýna smá æsing,” sagði Yngvi að lokum en lið hans vann leikinn sannfærandi í gærkvöldi.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -