spot_img
HomeFréttirYngvi Páll: Erum ekki komnar í Höllina

Yngvi Páll: Erum ekki komnar í Höllina

16:30
{mosimage}

(Yngvi Páll) 

Þjáfari Hauka, Yngvi Páll Gunnlaugsson, segir að Haukar séu fjarri því komnir í Laugardalshöll þó margfaldir meistararnir úr Hafnarfirði hafi fengið heimaleik í undanúrslitum Lýsingarbikarsins gegn Fjölni úr Grafarvogi. Liðin mætasta dagana 2. eða 3. febrúar næstkomandi og þá ræðst hvort liðið komist í úrslitaleikinn í Höllinni.

,,Það var gott að fá heimaleik en maður verður að spila leikina til að knýja fram úrslit og Fjölnir er í úrvalsdeild af ástæðu. Þær koma ekki á Ásvelli til að gefast upp,” sagði Yngvi en liðin munu gefa körfuknattleiksunnendum forsmekkinn af bikarleiknum þar sem þau mætast í Iceland Express deildinni í kvöld kl. 19:15 að Ásvöllum.  

,,Við fórum í framlengingu þegar við lékum gegn Fjölni í Grafarvogi í deildinni sem sýnir bara að það getur allt gerst í þessu,” sagði Yngvi og játti því að svo virtist að undanfarin ár væri það nánast árviss viðburður að Haukar væru í Höllinni að leika til bikarúrslita. ,,Við erum ekki búnar að vinna Fjölni og erum ekki komnar í Höllina, við skulum hafa það alveg á hreinu,” sagði Yngvi í samtali við Karfan.is.

Óneitanlega fara Haukar sem sigurstranglegri aðilinn inn í undanúrslitin og líkast til flestir sem spá þeim áfram í úrslitaleikinn. En eins og margoft hefur sannast þá er bikarinn óútreiknanlegur!

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -