spot_img
HomeFréttirYngvi og Telma til liðs við Íslandsmeistarana

Yngvi og Telma til liðs við Íslandsmeistarana

22:10

{mosimage}

 

(Yngvi og Telma við undirskrift samninganna að Ásvöllum í kvöld) 

 

Yngvi Gunnlaugsson hefur gert tveggja ára samning við margfalt meistaralið Hauka um þjálfun kvennaliðs félagsins næstu tvö árin. Þá samdi miðherjinn Telma B. Fjalarsdóttir einnig við Hauka en bæði Yngvi og Telma voru á mála hjá Breiðablik á síðustu leiktíð.

 

Nýverið greindum við frá því að Ágúst Björgvinsson myndi ekki þjálfa Hauka á næstu leiktíð og er nú svo búið að góðkunningi hans Yngvi taki við Haukastelpum. Yngvi var aðstoðarþjálfari Hauka leiktíðina 2005-2006 þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Ágústar og Yngva.

 

Telma B. Fjalarsdóttir er sterkur miðherji sem er upprunalega frá KR en lék með Breiðablik á síðustu leiktíð við góðan orðstír en hefur nú söðlað um og verður í rauðu á næstu leiktíð. Telma gerði 11,1 stig fyrir Blika í deildarkeppninni síðasta vetur og tók að meðaltali 10,9 fráköst í leik.

 

Telma verður Haukum mikill liðsstyrkur sér í lagi þar sem Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir verða ekki með liðinu á næsta ári. Helena heldur í nám til Bandaríkjanna en Pálína gerði nýverið eins árs samning við Keflavík, helstu keppinauta Hauka síðustu tvö ár.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -