spot_img
HomeFréttirYngvi: Hugurinn er við Valsleikinn

Yngvi: Hugurinn er við Valsleikinn

17:22

{mosimage}
(Hannes Jónsson, Yngvi Gunnlaugsson og Igor Beljanskji
 á blaðamannafundinum í dag á Hilton hótelinu)

Í dag fór fram blaðamannafundur á Hilton hótelinu vegna úrslitaleikja Lýsingarbikarsins. Þjálfarar og leikmenn liðanna mættu og var góð stemning á fundinum enda spennandi helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson þjálfari bikarmeistara Hauka sagði í samtali við Karfan.is að lið sitt væri ekki byrjað að hugsa um úrslitin enda ætti liðið að spila við Valskonur í kvöld í mikilvægum leik í Iceland Express-deildinni.

,,Hugurinn er svolítið á Valsleiknum í kvöld,” sagði Yngvi þjálfari Hauka. ,,Við ætlum að klára hann með stæl og nota leikinn sem stökkpall fyrir sunnudaginn.” Haukar mæta Val á Ásvöllum kl. 19:15 í Iceland Express-deildinni.

Yngvi var aðstoðarþjálfari hjá Haukum þegar þær urðu bikarmeistarar 2005 og hefur því reynslu af því að fara í Höllina. ,,Þetta er ótrúleg upplifun,” sagði Yngvi um bikarúrslitaleikinn og hélt áfram. ,,Að sjá alla áhangendur sem láta sjá sig, stemningin og sjónvarpið. Þetta er hálf ólýsanlegt. Þetta er miklu meira en maður kynnist dags daglega en samt sem áður þegar í leikinn er komið er þetta fyrir þjálfarann eins og hver annar leikur.”

Leikurinn við Val i kvöld var ofarlega í huga Yngva og hann sagði þetta mikilvægan leik fyrir bæði lið og vildi meina að hann væri Valskonum mikilvægari en sínum leikmönnum. ,,Þetta er ennþá mikilvægara fyrir Valsarana. Þær mega ekki misstíga sig, við megum misstíga okkur tvisvar eins lengi og við treystum að vinna einn af síðustu þremur leikjum,” sagði Yngvi en lið hans á eftir að leika við Val, Keflavík og Grindavík á meðan Valsstúlkur eiga eftir Hauka, KR, Hamar og Fjölni. Haukar eru 8 stigum fyrir ofan Valskonur í töflunni og þurfa því tvö stig til þess að tryggja sig í úrslitakeppnina.

,,Þær þurfa toppleik til að vinna okkur og við komum alveg brjálaðar í leikinn í kvöld,” sagði Yngvi að lokum.

Fleiri viðtöl af blaðamannafundinum munu birtast á Karfan.is á næstu dögum fram að úrslitaleiknum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -