spot_img
HomeFréttirYngvi Gunnlaugsson: Ég hef verið lengi í Haukum þar slær hjartað

Yngvi Gunnlaugsson: Ég hef verið lengi í Haukum þar slær hjartað

20:30

{mosimage}

Við náðum í skottið á Yngva Gunnlaugssyni þjálfara kvennaliðs Hauka til að fá hann til að segja lokaorð sín um tapleik þeirra á miðvikudag fyrir Keflavík.

Nokkur orð um leikinn. Áttuð þið aldrei séns?
Við ákváðum að breyta aðeins til í vörninni fyrir þennan leik og liggja í svæði. Það skipti þó litlu þar sem við fráköstuðum illa, Keflavík hitti mjög vel fyrir utan línuna eins og þær hafa gert alla seríuna og þar af leiðandi fengum við fá tækifæri til að keyra á þær. Vonbrigðin voru kannski mest að hafa ekki klárað fyrsta og jafnvel annan leikinn.

Hvað með næsta vetur? Verður þú áfram?
Nú setjumst við bara niður og förum yfir þá þætti sem við gerðum vel og hvað mátti betur fara, leikmannahópinn og hvernig sjáum næsta tímabil fyrir okkur. Ég geri ráð fyrir að halda þeim sem ég vill halda enda þeir leikmenn samningsbundnir. Ég hef verið lengi í Haukum þar slær hjartað og þar vil ég vera eins og staðan er í dag.

Hvaða lið mætir Keflavík í úrslitum?
Maður þarf að fara varlega að spá fyrir svona, konan mín er úr Grindavík svo ég má ekki vera vondur við þær, svo á ég svo  mikið í KR-liðinu, Sigrúnu, Guðrúnu, Ingibjörgu og Dóru hef ég allar þjálfað áður auk Obbu með landsliðinu. Ég vona bara að það lið sem fer áfram veiti Keflvíkingum verðuga keppni og að úrslitaserían verði áfram sú góða auglýsing fyrir kvennakörfuna eins og undanfarin ár.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -