23:42
{mosimage}
(Yngvi að ræða við leikmenn sína i leikhléi í leiknum í kvöld)
Eftir sigur á Ásvöllum fyrr í kvöld eru Haukar komnir með forystuna í einvíginu gegn Hamri og þurfa því aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast áfram. Næsti leikur verður í Hveragerði á þriðjudagskvöld og Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, gerir sér grein fyrir að það verður ekki auðsótt að sækja sigur í Hveragerði.
Aðspurður hvort að einvígið klárast í Hveragerði þá sagði Yngvi að stefnan væri ávallt að taka sigur í Hveragerði en það tókst ekki í síðustu tilraun. ,,Að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur. Við ætluðum að gera það einnig síðast en fengum hvorki kaffi né sigur. Það er næst á dagskránni að vinna í Hveragerði en við vitum að það verður ekki auðvelt.”
Haukar hafa átt í töluverðum vandræðum með frábæran varnarleik Hamars í einvíginu. T.a.m. skoraði Haukaliðið aðeins 41 stig í leik tvö í Hveragerði. Yngvi var þó rólegur varðandi sóknarleik sinna leikmanna. ,,Í síðasta leik duttu ekki þriggja-stiga skotin og í dag voru sniðskotin okkar að fara forgörðum. Við verðum að koma jafnvægi á þetta og þá kemur sóknarleikurinn. Við klifrum þá vonandi upp stigatöfluna og verðum nær 70 stigunum heldur en 40 stigunum.”
Fjórði leikur Hauka og Hamars fer fram á þriðjudagskvöld kl. 19:15.
Mynd: [email protected]