spot_img
HomeFréttirYngvi: Áfall að komast ekki áfram í bikarnum

Yngvi: Áfall að komast ekki áfram í bikarnum

08:00
{mosimage}

Yngvi Gunnlaugsson var kampa kátur í lok leiks Hauka og Grindavíkur en Haukar tryggðu það að þeir halda fyrsta sætinu þegar deildin skiptist upp eftir næstu umferð.

„Ég er rosalega ánægður. Því miður var það áfall að komast ekki áfram í bikarnum og við töluðum aðeins um það að við erum ungt lið og þurfum að læra af því, en ég vissi að við færum í baráttu við Grindvíkingana í þessum leik og við stóðum uppi sem sigurvegarar og ég er rosalega ánægður með þær..”

Telma Fjalarsdóttir var fjarri góðu gamni í leiknum en hún meiddist í bikarleik Hauka gegn KR þegar hún lenti í samstuði við Hildi Sigurðardóttur. Yngvi sagði að það væri klárlega blóðtaka fyrir Haukaliðið að missa hana í meiðsli en jafnframt lítur hann á þetta sem ákveðið tækifæri.

„Guðbjörg (Sverrisdóttir) byrjaði inná sem framherji og spilaði svo skotbakvörð og bakvörð í fyrsta leikhluta. María (Sigurðardóttir) er alltaf að vera sterkari og Sara (Pálmadóttir) kemur með reynsluna en aðvitað er það skarð fyrir skildi að missa Telmu í meiðsli.”

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -